gudlaugurosk: Hugur, Drengur og Demantur á hólnum vestan Höskuldargerðis
gudlaugurosk: Demantur Bjargar kominn heim í Reykholt
gudlaugurosk: ... í túninu heima ...
gudlaugurosk: ... já þanniig endar ljóðið: "Því hrukkan verður aldrei aftur slétt, / og aldrei dökknar framar hárið grátt".
gudlaugurosk: ... og þetta fallega ljóð Jóns Helgasonar frá Rauðsgili heitir "Til lækjarins" og lýkur á þeim vísuorðum er fylgja næstu mynd.
gudlaugurosk: "Þitt spor mun eigi að sumri síður létt, / þitt sönglag eigi að vori miður kátt, / en ævi manns var eigi fyrirsett / að öðlast nýjan styrk á slíkan hátt".
gudlaugurosk: "Í hyljum´þínum speglast grjótið grett, / hið gráa ský og heiðið fagurblátt, / unz haust og vetur hefta glaðan sprett / og hneppa þig í kaldan fjötur brátt".
gudlaugurosk: "Á fjallsins hljóðu eyðilöndum átt / þú upptök þín við grænan dýjablett, / þar sýgur grasið sól og jarðarmátt, / þar syngur heiðló milt við barð og klett".
gudlaugurosk: ... og viku síðar voru þrír af fimm flognir úr hreiðrinu út í kuldalegt sumarið ...
gudlaugurosk: ... og undir sumarsólstöður litu litlu aumingjarnir dagsins ljós ...
gudlaugurosk: ... og þrátt fyrir kulda sinnti hún kalli náttúrunnar um hreiðurgerð og varp ...
gudlaugurosk: ... í byrjun júní á því vori sem aldrei ætlaði að verða sumar tók Maríuerla (Motacilla alba) sér bólfestu í lurkastafla í Snorragarði í Reykholti ..
gudlaugurosk: ... nýi landneminn í Reykholti ...
gudlaugurosk: ... blómskrúði húsfreyjunnar ...
gudlaugurosk: ... votlendi ... við eina lindána í Húsafelli ...
gudlaugurosk: ... bakkaskrúð ... og dropar lindárinnar eru með stjörnur í augunum ...
gudlaugurosk: .... og vatnsdropunum liggur á til sjávar ... til að geta farið aðra ferð niður lindána í Húsafelli ...
gudlaugurosk: ... undan hrauni flæðir hún, og maður veit varla hvort maður er fiskur eða fiðrildi, veit bara að það er gaman að vera til og tilheyra þessari undurfögru veröld ...
gudlaugurosk: ... í Ásgili ...
gudlaugurosk: ...Strúturinn og Eiríksjökullinn og birkið niður við lindirnar í skógarjaðrinum í Húsafelli ...
gudlaugurosk: ... og lítil þúfa getur verið eyland ...
gudlaugurosk: Bæjargilið í Húsafelli og eyrarkvíslin
gudlaugurosk: ... sunnan Reykjadalsár stendur Hægindi - og enn horfi ég úr turni kirkjunnar í Reykholti ...
gudlaugurosk: ... enn ég um Fellaflóann geng ... kvað Jón Helgason frá Rauðsgili og víst er um það að það er fallegt að horfa úr kirkjuturninum í Reykholti yfir að Steindórsstöðum og Rauðsgil og Fellaflóann og allt til Oksins ...
gudlaugurosk: ... en hvað sem öðru líður eru þau falleg í sjálfu sér og gott að spegla sig í þeim ...
gudlaugurosk: ... og stundum skrifa skýin í sálu manns fegurstu ljóðin hans ...
gudlaugurosk: ... sumir skrifa í skýin sín fegurstu ljóð ...
gudlaugurosk: ... og ekki sér til sólar en dropar í hafið hringa Snorralaug ... stokkurinn frá Skriflu til hægri og göngin inn í bæ Snorra upp úr myndinni
gudlaugurosk: ... út úr göngunum og út í rigninguna ... Snorralaug í Reykholti í Borgarfirði
gudlaugurosk: Borgarfjörður og Mýrar undir regnboga - veðrabrigði